Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Rory McIlroy fagnar sigri. Vísir/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum..@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru — PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018 McIlroy hafði ekki unnið mót í 539 daga eða síðan að hann vann Tour Championship 25. september 2016 en það var einmitt dagurinn sem Arnold Palmer dó. Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu — PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018 Englendingurinn Justin Rose (-14) og Svíinn Henrik Stenson (-13) komu í næstu sætum en Tiger Woods endaði í fimmta sæti með landa sínum Ryan Moore á tíu höggum undir pari. Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin. Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!! — Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018 Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum..@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru — PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018 McIlroy hafði ekki unnið mót í 539 daga eða síðan að hann vann Tour Championship 25. september 2016 en það var einmitt dagurinn sem Arnold Palmer dó. Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu — PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018 Englendingurinn Justin Rose (-14) og Svíinn Henrik Stenson (-13) komu í næstu sætum en Tiger Woods endaði í fimmta sæti með landa sínum Ryan Moore á tíu höggum undir pari. Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin. Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!! — Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira