Gamla bíó enn á bráðabirgðaleyfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2018 11:17 Guðvarður Gíslason, eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós Vísir/Anton Brink „Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla. Tónlist Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
„Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla.
Tónlist Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira