Sættu ofsóknum í heimalandinu og hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:45 Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ. Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00