Þakklátar konur strax byrjaðar að rjúka á hana í sundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 11:46 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsókn Mynd/Háskóli Íslands „Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér. Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
„Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér.
Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47