Þakklátar konur strax byrjaðar að rjúka á hana í sundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 11:46 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsókn Mynd/Háskóli Íslands „Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér. Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
„Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér.
Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47