Þar á meðal er fyrrum UFC-meistarinn Miesha Tate sem getur ekki bara ekki meira af dramanu í kringum Jones.
„Mér er eiginlega orðið alveg sama hvort hann snýr aftur eður ei. Ég hef ekki lengur áhuga og hef misst alla trú á honum,“ sagði Tate sem hefur lagt hanskana á hilluna.
„Ég nenni ekki að hlusta á vælið í honum lengur. Ég fann til með honum í fyrsta skiptið sem hann féll á lyfjaprófi og líka aðeins þegar hann féll í annað sinn. Nú hef ég bara fengið nóg og er alveg sama.“
Óljóst er hvenær Jones fær að keppa á nýjan leik en líklegt er að hann fái annað tækifæri hjá UFC þegar hann er orðinn löglegur á ný.
Honum fannst leiðinlegt að heyra að Miesha væri búin að missa trúna á honum og biður hana bara um að bíða og sjá hvað gerist.
@MieshaTate I don’t quit when things get tough for me, I get stronger. You just wait and see, maybe you’ll even find motivation in it. Sucks I lost you as a fan. Enjoy retirement sister
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) March 1, 2018