„Martraðarflug“ Icelandair til Manchester til rannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 16:43 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Mynd/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00
Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?