Forseti Alþingis brýnir ríkisstjórnina til dáða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 19:30 Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira