102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 23:30 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir (t.v) og Ragna Björg Guðbrandsdóttir (t.h) hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. Á morgun er þar opið hús. vísir/stefán Yfir hundrað ný ofbeldismál hafa komið upp á borð Bjarkarhlíðar á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkahlíð segir að #MeToo byltingin og umræðan í samfélaginu hafi gefið fleirum kjark til þess að stíga fram. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni níu aðila sem allir hafa mikla og langa reynslu af því að starfa í ofbeldismálum. „Við veitum þolendum ofbeldis, af öllum kynjum, aðstoð sem byggist á því að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni, allt sem við gerum gerum við á forsendum þeirra sem til okkar leita. Við leggjum mikla áherslu á að þjónustuþegar séu við stjórn en veitum ráðgjöf og stuðning eftir þörfum,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Sinna öllum birtingarmyndum ofbeldis Í Bjarkarhlíð starfa tveir félagsráðgjafar og lögreglukona daglega og að auki koma í hverri viku ráðgjafar frá samstarfsaðilum þeirra, Stígamótum, Kvennaathvarfinu, Drekaslóð, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Til Bjarkarhlíðar leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi, hvert á sinn hátt. Við sinnum öllum birtingarmyndum ofbeldis og leggjum áherslu á upplifun þeirra sem til okkar leita. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er sá hópur sem er stærstur hjá okkur. Þá er kynferðisofbeldi einnig stór hópur. Við erum að sinna öllum, sama hvernig fólk skilgreinir sig, og eins og ég segi þá mætum við þolendum þar sem þeir eru staddir hverju sinni.“ Á morgun, 2. mars, er komið eitt ár frá því að Bjarkarhlíð hóf starfsemi sína. Í tilefni af ársafmælinu er opið hús í Bjarkarhlíð á morgun frá klukkan 12 til klukkan 16. Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur ávarp, Stígamót býður upp á Sjúk ást fyrirlestur og svo verða einnig tónlistaratriði, léttar veitingar og allir eru velkomnir. Í Bjarkahlíð leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi.Vísir/StefánUmræðan hefur skilað sérHafdís segir að á þessu ári hafi verið algjör sprenging í nýjum málum. „Í janúar og febrúar voru ný mál 102 í heildina, sem er auðvitað mjög há tala.“ Hún er sannfærð um að umræðan sem hefur verið í gangi undanfarið ár sé að skila sér. „Fólk er að fá kjarkinn til að opna sig, segja frá og leita sér aðstoðar. Flestir sem til okkar leita heyra af okkur frá vinum eða fjölskyldumeðlimum þannig að Bjarkarhlíð virðist vera að komast inn á kortið sem úrræði sem fólk veit af ef það þarf á aðstoð að halda. Ég vona svo sannarlega að múrar hafi verið teknir niður í þeim byltingum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og að fólk sé að átta sig á því að það er engin skömm fólgin í því að leita sér hjálpar og horfast í augu við það ofbeldi sem það hefur verið beitt.“Valdeflandi að segja frá Í Bjarkahlíð finnur Hafdís fyrir mjög augljósri aukningu vegna #MeToo byltingarinnar. „Og það eru ansi margir sem hafa sagt okkur það að #MeToo hafi veitt þeim hugrekki og þor til að stíga fram og segja frá, og svo í kjölfarið að leita sér aðstoðar. Það er virkilega mikil valdefling fólgin í byltingum eins og #MeToo, þolendur sjá og finna að þeir eru ekki einir og að þau megi segja frá. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að það þarf virkilegt hugrekki og styrk til að opna sig og horfast í augu við ofbeldið, kannski þvert á það sem var sagt hér fyrir einhverjum árum síðan þegar ekki mátti tala um vandamálin því það þótti veikleikamerki. Það að horfast í augu við þetta, segja frá og vinna úr reynslunni er gríðarlega valdeflandi og má segja að þolendur geti með því tekið valdið til baka til sín.“ MeToo Tengdar fréttir Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15. desember 2017 20:04 Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. 1. mars 2018 20:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Yfir hundrað ný ofbeldismál hafa komið upp á borð Bjarkarhlíðar á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkahlíð segir að #MeToo byltingin og umræðan í samfélaginu hafi gefið fleirum kjark til þess að stíga fram. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni níu aðila sem allir hafa mikla og langa reynslu af því að starfa í ofbeldismálum. „Við veitum þolendum ofbeldis, af öllum kynjum, aðstoð sem byggist á því að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni, allt sem við gerum gerum við á forsendum þeirra sem til okkar leita. Við leggjum mikla áherslu á að þjónustuþegar séu við stjórn en veitum ráðgjöf og stuðning eftir þörfum,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Sinna öllum birtingarmyndum ofbeldis Í Bjarkarhlíð starfa tveir félagsráðgjafar og lögreglukona daglega og að auki koma í hverri viku ráðgjafar frá samstarfsaðilum þeirra, Stígamótum, Kvennaathvarfinu, Drekaslóð, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Til Bjarkarhlíðar leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi, hvert á sinn hátt. Við sinnum öllum birtingarmyndum ofbeldis og leggjum áherslu á upplifun þeirra sem til okkar leita. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er sá hópur sem er stærstur hjá okkur. Þá er kynferðisofbeldi einnig stór hópur. Við erum að sinna öllum, sama hvernig fólk skilgreinir sig, og eins og ég segi þá mætum við þolendum þar sem þeir eru staddir hverju sinni.“ Á morgun, 2. mars, er komið eitt ár frá því að Bjarkarhlíð hóf starfsemi sína. Í tilefni af ársafmælinu er opið hús í Bjarkarhlíð á morgun frá klukkan 12 til klukkan 16. Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur ávarp, Stígamót býður upp á Sjúk ást fyrirlestur og svo verða einnig tónlistaratriði, léttar veitingar og allir eru velkomnir. Í Bjarkahlíð leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi.Vísir/StefánUmræðan hefur skilað sérHafdís segir að á þessu ári hafi verið algjör sprenging í nýjum málum. „Í janúar og febrúar voru ný mál 102 í heildina, sem er auðvitað mjög há tala.“ Hún er sannfærð um að umræðan sem hefur verið í gangi undanfarið ár sé að skila sér. „Fólk er að fá kjarkinn til að opna sig, segja frá og leita sér aðstoðar. Flestir sem til okkar leita heyra af okkur frá vinum eða fjölskyldumeðlimum þannig að Bjarkarhlíð virðist vera að komast inn á kortið sem úrræði sem fólk veit af ef það þarf á aðstoð að halda. Ég vona svo sannarlega að múrar hafi verið teknir niður í þeim byltingum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og að fólk sé að átta sig á því að það er engin skömm fólgin í því að leita sér hjálpar og horfast í augu við það ofbeldi sem það hefur verið beitt.“Valdeflandi að segja frá Í Bjarkahlíð finnur Hafdís fyrir mjög augljósri aukningu vegna #MeToo byltingarinnar. „Og það eru ansi margir sem hafa sagt okkur það að #MeToo hafi veitt þeim hugrekki og þor til að stíga fram og segja frá, og svo í kjölfarið að leita sér aðstoðar. Það er virkilega mikil valdefling fólgin í byltingum eins og #MeToo, þolendur sjá og finna að þeir eru ekki einir og að þau megi segja frá. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að það þarf virkilegt hugrekki og styrk til að opna sig og horfast í augu við ofbeldið, kannski þvert á það sem var sagt hér fyrir einhverjum árum síðan þegar ekki mátti tala um vandamálin því það þótti veikleikamerki. Það að horfast í augu við þetta, segja frá og vinna úr reynslunni er gríðarlega valdeflandi og má segja að þolendur geti með því tekið valdið til baka til sín.“
MeToo Tengdar fréttir Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15. desember 2017 20:04 Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. 1. mars 2018 20:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15. desember 2017 20:04
Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. 1. mars 2018 20:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00