Valdís Þóra missti af niðurskurðinum eftir klúður á síðustu holu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Átjánda holan á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu á eflaust eftir að vera uppspretta martraða fyrir íslenska kylfinginn Valdísi Þóru Jónsdóttur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu í nótt. Valdís Þóra lék annan daginn á pari og er því á fimm höggum yfir pari samtals. Hún er í 67. sæti eftir þessa tvo daga. Valdís Þóra var í ágætum málum þegar hún kom inn á átjándu enda búin að leika fyrstu sautján holur hringsins mjög vel eða á tveimur höggum undir pari. Valdís tapaði hinsvegar tveimur höggum á lokaholunni og það voru einmitt þessi tvö högg sem koma í veg fyrir að hún fari í gegnum niðurskurðinn sem var þrjú högg yfir par. Valdís hafði tapað þremur höggum á átjándu holunni í gær og hefur því spilað þessa vandræðaholu á fimm höggum yfir pari á þessum tveimur dögum. Hún er samtals á pari á öllum hinum holunum sautján. Það þarf því ekki að leita lengi að örlagavaldi okkar konu á þessu fjórða móti hennar á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Valdís fékk fjóra fugla á hringnum í dag þar af einn á sautjándu en hinir komu á fimmtu, sjöundu og fjórtándu. Hún spilaði því sjöundu og fjórtándu á samanlagt fjórum höggum færra en í gær þegar hún fékk skolla á þeim báðum.Skorkortið hennar Valdísar frá fyrstu tveimur dögunum.LET Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Átjánda holan á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu á eflaust eftir að vera uppspretta martraða fyrir íslenska kylfinginn Valdísi Þóru Jónsdóttur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu í nótt. Valdís Þóra lék annan daginn á pari og er því á fimm höggum yfir pari samtals. Hún er í 67. sæti eftir þessa tvo daga. Valdís Þóra var í ágætum málum þegar hún kom inn á átjándu enda búin að leika fyrstu sautján holur hringsins mjög vel eða á tveimur höggum undir pari. Valdís tapaði hinsvegar tveimur höggum á lokaholunni og það voru einmitt þessi tvö högg sem koma í veg fyrir að hún fari í gegnum niðurskurðinn sem var þrjú högg yfir par. Valdís hafði tapað þremur höggum á átjándu holunni í gær og hefur því spilað þessa vandræðaholu á fimm höggum yfir pari á þessum tveimur dögum. Hún er samtals á pari á öllum hinum holunum sautján. Það þarf því ekki að leita lengi að örlagavaldi okkar konu á þessu fjórða móti hennar á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Valdís fékk fjóra fugla á hringnum í dag þar af einn á sautjándu en hinir komu á fimmtu, sjöundu og fjórtándu. Hún spilaði því sjöundu og fjórtándu á samanlagt fjórum höggum færra en í gær þegar hún fékk skolla á þeim báðum.Skorkortið hennar Valdísar frá fyrstu tveimur dögunum.LET
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira