Valdís Þóra missti af niðurskurðinum eftir klúður á síðustu holu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Átjánda holan á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu á eflaust eftir að vera uppspretta martraða fyrir íslenska kylfinginn Valdísi Þóru Jónsdóttur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu í nótt. Valdís Þóra lék annan daginn á pari og er því á fimm höggum yfir pari samtals. Hún er í 67. sæti eftir þessa tvo daga. Valdís Þóra var í ágætum málum þegar hún kom inn á átjándu enda búin að leika fyrstu sautján holur hringsins mjög vel eða á tveimur höggum undir pari. Valdís tapaði hinsvegar tveimur höggum á lokaholunni og það voru einmitt þessi tvö högg sem koma í veg fyrir að hún fari í gegnum niðurskurðinn sem var þrjú högg yfir par. Valdís hafði tapað þremur höggum á átjándu holunni í gær og hefur því spilað þessa vandræðaholu á fimm höggum yfir pari á þessum tveimur dögum. Hún er samtals á pari á öllum hinum holunum sautján. Það þarf því ekki að leita lengi að örlagavaldi okkar konu á þessu fjórða móti hennar á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Valdís fékk fjóra fugla á hringnum í dag þar af einn á sautjándu en hinir komu á fimmtu, sjöundu og fjórtándu. Hún spilaði því sjöundu og fjórtándu á samanlagt fjórum höggum færra en í gær þegar hún fékk skolla á þeim báðum.Skorkortið hennar Valdísar frá fyrstu tveimur dögunum.LET Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Átjánda holan á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu á eflaust eftir að vera uppspretta martraða fyrir íslenska kylfinginn Valdísi Þóru Jónsdóttur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu í nótt. Valdís Þóra lék annan daginn á pari og er því á fimm höggum yfir pari samtals. Hún er í 67. sæti eftir þessa tvo daga. Valdís Þóra var í ágætum málum þegar hún kom inn á átjándu enda búin að leika fyrstu sautján holur hringsins mjög vel eða á tveimur höggum undir pari. Valdís tapaði hinsvegar tveimur höggum á lokaholunni og það voru einmitt þessi tvö högg sem koma í veg fyrir að hún fari í gegnum niðurskurðinn sem var þrjú högg yfir par. Valdís hafði tapað þremur höggum á átjándu holunni í gær og hefur því spilað þessa vandræðaholu á fimm höggum yfir pari á þessum tveimur dögum. Hún er samtals á pari á öllum hinum holunum sautján. Það þarf því ekki að leita lengi að örlagavaldi okkar konu á þessu fjórða móti hennar á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Valdís fékk fjóra fugla á hringnum í dag þar af einn á sautjándu en hinir komu á fimmtu, sjöundu og fjórtándu. Hún spilaði því sjöundu og fjórtándu á samanlagt fjórum höggum færra en í gær þegar hún fékk skolla á þeim báðum.Skorkortið hennar Valdísar frá fyrstu tveimur dögunum.LET
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira