Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2018 19:30 Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira