Upphitun fyrir kvöldið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 "Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ segir Ágústa um efni tónleikanna í dag. Vísir/Anton Brink Það er söngkonuhljómur í rödd Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur þegar hún svarar símanum enda er hún félagi í kór Breiðholtskirkju. Svo er hún líka formaður kórsins og hennar hlutverk er að halda fólki við efnið. Yfirleitt segir hún vel mætt á æfingar. „Reyndar setti flensan rosalegt strik í reikninginn í vetur, það var bara eins og kórinn væri tannlaus á tímabili, en nú eru allir að verða hressir,“ segir hún. Það er líka eins gott því nú á að halda veglega tónleika klukkan 17 í dag til að fagna tvennum tímamótum, þrjátíu ára vígsluafmæli kirkjunnar og fjörutíu og fimm ára afmæli kórsins. Í efnisskrá tónleikanna er nokkrum trúarlegum verkum Jóns Leifs fléttað inn í hina frægu sálumessu eftir Gabriel Fauré. „Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ upplýsir Ágústa. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld samdi lag fyrir kórinn fyrir fjörutíu ára afmælið, Rennur upp um nótt, nefnist það. Nú segir Ágústa unnið að útgáfu á því. Höfundurinn syngur með kórnum, Ágústa segir hann einn af máttarstólpunum í bassanum. „Við erum rík af tónskáldum því auk Hróðmars Inga eru þrír félaganna í tónsmíðanámi.“ Fjöldinn í kórnum er í kringum tuttugu og fimm að hennar sögn. „Svo erum við með stúlknakór til að syngja með í einu verkinu, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Þar var hóað saman dætrum og frænkum kórfélaga, svo hann er nokkurs konar afurð,“ segir Ágústa glaðlega. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ágúst Ólafsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Ásta Sigríður Arnardóttir og hljóðfæraleikarar eru Elísabet Waage á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Kórstjóri er Örn Magnússon. Breiðholtskirkja er eitt af kennileitum Bakkanna neðst í holtinu. „Ég segi stundum að hún sé eins og félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu, hún er miklu stærri að innan en að utan, því það er svo góður salur í kjallaranum,“ segir Ágústa. „En fækkað hefur í söfnuðinum með árunum enda hefur margt fólk í öðrum trúfélögum hreiðrað um sig í Bökkunum.“ Tónleikana ber upp á sama dag og Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki telur Ágústa þá viðburði þó stangast á, heldur þvert á móti. „Tónleikarnir eru ágæt upphitun fyrir kvöldið og ef fólk jafnar út áhrifin af þeim og keppninni held ég að gott jafnvægi skapist í sálinni.gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er söngkonuhljómur í rödd Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur þegar hún svarar símanum enda er hún félagi í kór Breiðholtskirkju. Svo er hún líka formaður kórsins og hennar hlutverk er að halda fólki við efnið. Yfirleitt segir hún vel mætt á æfingar. „Reyndar setti flensan rosalegt strik í reikninginn í vetur, það var bara eins og kórinn væri tannlaus á tímabili, en nú eru allir að verða hressir,“ segir hún. Það er líka eins gott því nú á að halda veglega tónleika klukkan 17 í dag til að fagna tvennum tímamótum, þrjátíu ára vígsluafmæli kirkjunnar og fjörutíu og fimm ára afmæli kórsins. Í efnisskrá tónleikanna er nokkrum trúarlegum verkum Jóns Leifs fléttað inn í hina frægu sálumessu eftir Gabriel Fauré. „Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ upplýsir Ágústa. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld samdi lag fyrir kórinn fyrir fjörutíu ára afmælið, Rennur upp um nótt, nefnist það. Nú segir Ágústa unnið að útgáfu á því. Höfundurinn syngur með kórnum, Ágústa segir hann einn af máttarstólpunum í bassanum. „Við erum rík af tónskáldum því auk Hróðmars Inga eru þrír félaganna í tónsmíðanámi.“ Fjöldinn í kórnum er í kringum tuttugu og fimm að hennar sögn. „Svo erum við með stúlknakór til að syngja með í einu verkinu, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Þar var hóað saman dætrum og frænkum kórfélaga, svo hann er nokkurs konar afurð,“ segir Ágústa glaðlega. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ágúst Ólafsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Ásta Sigríður Arnardóttir og hljóðfæraleikarar eru Elísabet Waage á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Kórstjóri er Örn Magnússon. Breiðholtskirkja er eitt af kennileitum Bakkanna neðst í holtinu. „Ég segi stundum að hún sé eins og félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu, hún er miklu stærri að innan en að utan, því það er svo góður salur í kjallaranum,“ segir Ágústa. „En fækkað hefur í söfnuðinum með árunum enda hefur margt fólk í öðrum trúfélögum hreiðrað um sig í Bökkunum.“ Tónleikana ber upp á sama dag og Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki telur Ágústa þá viðburði þó stangast á, heldur þvert á móti. „Tónleikarnir eru ágæt upphitun fyrir kvöldið og ef fólk jafnar út áhrifin af þeim og keppninni held ég að gott jafnvægi skapist í sálinni.gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira