Dagur segir Sjálfstæðismenn hafa skilið fjárhag borgarinnar eftir í „rjúkandi rúst“ Höskuldur Kári Schram og Þórdís Valsdóttir skrifa 3. mars 2018 16:34 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira