„Það kemur næstum því á óvart hversu frábær drengurinn er,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi um frammistöðu Martins.
„Hann er okkar langbesti leikmaður í dag. Eins og ég sé þetta í dag þá sé ég fyrir mér að hann komist í topplið í Evrópu,“ sagði Kristinn og Teitur Örlygsson tók í svipaðan streng.
„Hann hefur verið frábær allan sinn feril, síðan hann fór frá KR. Hvar endar þetta? Línuritið er alltaf upp á við. Það verður æðislegt að fylgjast með honum.“
Sjáðu framlenginguna hér fyrir neðan en þar var margt fleira til umræðu.