Viðskiptadeilur hófust á fimmtudaginn þegar Trump ákvað að setja 25 prósenta verndartolla á innflutt stál og tíu prósent á innflutt ál. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump og hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta Hússins.
Þá sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við ákvörðun hans og BBC greinir frá því að mögulega verði brugðist við með því að setja 25 prósenta innflutningstolla á vörur sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum.
Trump tjáir sig um málið á Twitter síðu sinni, líkt og oft áður. „Ef ESB vill hækka himinháu tollana sem þeir leggja á bandarísk félög sem stunda viðskipti þar þá munum við einfaldlega leggja skatt á bílana þeirra sem hellast óhindrað til Bandaríkjanna.“
If the E.U. wants to further increase their already massive tariffs and barriers on U.S. companies doing business there, we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the U.S. They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2018