Hafna kröfu um að lækka hús á Edenreit enn frekar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Edenreiturinn hefur staðið auður frá því að söluskálinn brann sumarið 2011. Gróðurhúsin aftan við standa á Þelamörk 52-54. VísirPjetur Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira