Hafna kröfu um að lækka hús á Edenreit enn frekar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Edenreiturinn hefur staðið auður frá því að söluskálinn brann sumarið 2011. Gróðurhúsin aftan við standa á Þelamörk 52-54. VísirPjetur Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira