Tíu þjóðþekktir einstaklingar taka þátt í þáttunum og má sjá þá hér að neðan:
Bergþór Pálsson
Sölvi Tryggvason
Óskar Jónasson
Ebba Guðný
Jóhanna Guðrún
Lóa Pind
Hugrún Halldórsdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir
Jón Arnar Magnússon
Arnar Grant
Bergþór Pálsson ákvað að bjóða keppendum í boð heim til sín í gærkvöldi en hann býr þar ásamt eiginmanni sínum Alberti Eiríkssyni. Sölvi Tryggvason deilir fallegri mynd af hópnum og segir: „Allt þetta fólk á það sameiginlegt að hafa ákveðið að læra að dansa á mettíma og leggja svo störfin á borðið í sjónvarpinu núna í mars. Við þennan hóp bætast svo multi-talentið Hugrún Halldórsdóttir og Frjálsíþróttahetjan Jón Arnar Magnússon.“
Sölvi segir að hópurinn sé algjörlega frábær.
„Höfðingjarnir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson ákváðu að verðskuldaði heimboð í gærkvöldi. Í matarboði hjá þeim líður manni eins og konungbornum, slík er gestrisnin. Öll vorum við sammála um að dansinn væri að gefa okkur einhverja nýja gleði. Þetta verður fjör. (p.s. rauði borðinn er ekki stöng upp úr höfði sunddrottningarinnar heldur borði á bolnum mínum eftir spurningaleiki þeirra gestgjafanna).“