Dæmi um að viðhalds- og umsýslugjöld séu dregin af launum erlendra starfsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 16:41 Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm 60 prósent þeirra mála sem komu inn á borð Eflingar á síðasta ári varðandi launakröfur og brot á réttindum launafólks tendust launafólki af erlendum uppruna. Dæmi er um að starfsmannaleiga setji ákvæði í ráðningarsamninga um að viðhalds- og umsýslugjöld dragist af launum starfsmanna.Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem birt var í dag. Þar segir að undanfarin ári hafi átt sér stað gríðarleg fjölgun á erlendu starfsfólki sem komi hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja.„Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningumVinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það erfjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505,“ segir í skýrslunni.Að sama skapi er fjöldi útsendra starfsmanna á vegum þjónustufyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins einnig í sögulegu hámarki en á þessu ári var fjöldinn 1.825 samanborið við 279 þegar mest lét í síðustu uppsveiflu árið 2008.Í skýrslunni segir að hætta sé á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi. Er þar bent á ákvæði laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið sé á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og það væri ráðið beint til notendafyrirtækis auk þess sem það eigi rétt á sömu meðferð, aðstöðu, aðbúnaði, aðgengi að þjálfun og annarri menntun hjá því fyrirtæki. Mynd/ASÍ„Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt,“ segir í skýrslunni. Segir einnig að hátt í þúsund mál hafi komið á borð Eflingar stéttarfélags tengd erlendum félagsmönnu. Af málunum séu sjö prósent tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga en fjöldi félagsmanna Eflinga sem starfa fyrir slíkar leigur sé aðeins um 1,5-2 prósent af heildarfjölda félagsmanna.Óæskilegt að starfsmaður sé háður atvinnurekanda um húsnæði Þá segir einnig að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins ,“ segir í skýrslunni. Segir þar að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu. Þá sé einnig algengt að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmanna starfsmannaleiga. Í skýrslunni er birtir hlutar af ráðningarsamningi ónefndrar starfsmannaleigu við starfsmann. Hefur leigan áskilið sér rétt til þess að rukka rukka um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferðum starfsmannsins til og frá vinnu. Eins og sést hér að ofan hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fatagjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferðagjald, líkamsræktaráskrift, eða önnur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfsmannsins. „Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum, “ segir í skýrslu ASÍ sem nálgast má hér. Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
60 prósent þeirra mála sem komu inn á borð Eflingar á síðasta ári varðandi launakröfur og brot á réttindum launafólks tendust launafólki af erlendum uppruna. Dæmi er um að starfsmannaleiga setji ákvæði í ráðningarsamninga um að viðhalds- og umsýslugjöld dragist af launum starfsmanna.Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem birt var í dag. Þar segir að undanfarin ári hafi átt sér stað gríðarleg fjölgun á erlendu starfsfólki sem komi hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja.„Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningumVinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það erfjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505,“ segir í skýrslunni.Að sama skapi er fjöldi útsendra starfsmanna á vegum þjónustufyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins einnig í sögulegu hámarki en á þessu ári var fjöldinn 1.825 samanborið við 279 þegar mest lét í síðustu uppsveiflu árið 2008.Í skýrslunni segir að hætta sé á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi. Er þar bent á ákvæði laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið sé á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og það væri ráðið beint til notendafyrirtækis auk þess sem það eigi rétt á sömu meðferð, aðstöðu, aðbúnaði, aðgengi að þjálfun og annarri menntun hjá því fyrirtæki. Mynd/ASÍ„Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt,“ segir í skýrslunni. Segir einnig að hátt í þúsund mál hafi komið á borð Eflingar stéttarfélags tengd erlendum félagsmönnu. Af málunum séu sjö prósent tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga en fjöldi félagsmanna Eflinga sem starfa fyrir slíkar leigur sé aðeins um 1,5-2 prósent af heildarfjölda félagsmanna.Óæskilegt að starfsmaður sé háður atvinnurekanda um húsnæði Þá segir einnig að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins ,“ segir í skýrslunni. Segir þar að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu. Þá sé einnig algengt að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmanna starfsmannaleiga. Í skýrslunni er birtir hlutar af ráðningarsamningi ónefndrar starfsmannaleigu við starfsmann. Hefur leigan áskilið sér rétt til þess að rukka rukka um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferðum starfsmannsins til og frá vinnu. Eins og sést hér að ofan hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fatagjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferðagjald, líkamsræktaráskrift, eða önnur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfsmannsins. „Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum, “ segir í skýrslu ASÍ sem nálgast má hér.
Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira