Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:10 Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20