Nú er lag Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar