Nokkur orð um Kóreu Gylfi Páll Hersir skrifar 6. mars 2018 07:00 Málefni Kóreuskaga hafa verið ofarlega á baugi undanfarið og raunar oft frá lokum Kóreustríðsins 1950-1953. Það var fyrsti sögulegi hernaðarósigur Bandaríkjanna, en hersveitir þeirra voru reknar suður fyrir 38. breiddarbaug með aðstoð kínverskra hersveita. Íbúum Norður-Kóreu tókst ekki eingöngu að koma ráðastétt heimsins í pattstöðu heldur unnu þeir siðferðilegan sigur á stórveldinu og fylgiríkjum þeirra. Bandaríkin hafa allt til þessa neitað að skrifa undir friðarsamkomulag. Í fjölda ára hafa þau hins vegar, ásamt her Suður-Kóreu, æft innrás í landið, haldið úti miklum her vígvæddum kjarnorkuvopnum nærri landamærum Norður-Kóreu og viðhaldið viðskiptabanni á landið. Síðan 2016 hefur Öryggisráð Sameinðu Þjóðanna, að tilhlutan Bandaríkjanna, fimm sinnum samþykkt harkalegar refsiaðgerðir gegn landinu. Að sögn stjórnvalda í Norður-Kóreu hefur þessi 80 ára linnulausi fjandskapur Bandaríkjastjórnar leitt til þess að þau telja nauðsynlegt að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að verjast. Þetta kjarnorkuvopnabrölt og hótanir um að breyta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum í eldhaf hefur hins vegar leitt til þess að Bandaríkjastjórn hefur tekist að snúa hlutunum á haus – nú er Norður-Kórea ógnvaldurinn, ekki heimsvaldastefnan. Með því að granda öllum sínum kjarnorkuvopnum gætu stjórnvöld í Norður-Kóreu aflað stuðnings um allan heim og í leiðinni þrýst á Bandaríkjastjórn að láta af hótunum sínum og efnahagsstríði gagnvart íbúum landsins. Í því sambandi er gagnlegt að minnast Kúbudeilunnar, sem snerist um kjarnorkuvopn, en Fídel Castró ræddi málið árið 2005 og kvað Kúbu aldrei hafa íhugað framleiðslu eða notkun kjarnorkuvopna til þess að verja landið; heldur væri hvatt til eyðileggingar allra kjarnorkuvopna. Kjarnorkuvopnum var komið fyrir á Kúbu 1962 um tíma að beiðni Sovétríkjanna til að hamla gegn kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Sovétríkin sem þá voru umkringd kjarnorkuvopnum – síðar sagði Castró að stjórnvöld hefðu ekki heimilað þetta ef þau hefðu gert sér fulla grein fyrir eðli stjórnvalda í Sovétríkjunum. „Hvaða glóra er í að framleiða kjarnorkuvopn þegar óvinurinn ræður yfir þúsundum kjarnorkuvopna? Með því værum við orðin þátttakendur í leikritinu um kjarnorkuvopnakapphlaupið. Við ráðum yfir vopnum sem taka kjarnorkunni langt fram – umfang réttlætisins sem við berjumst fyrir“, sagði Castró. „Okkar kjarnorkuvopn er óhagganlegt siðferðisvopn.“Örlítið um sögu síðustu aldar Kóreuskaginn var nýlenda Japana frá 1910 til loka síðari heimsstyrjaldar og stjórnað af dæmafárri hörku. Við lok styrjaldarinnar höfðu rúmar tvær milljónir Kóreubúa, 10% þjóðarinnar, verið fluttir til Japans; 700.000 til námavinnu, 360.000 skipað í Japansher og 170.000 konur neyddar í vændi. Sovétríkin lýstu yfir stríði á hendur Japan 8. ágúst 1945 að áeggjan Bandaríkjanna. Daginn eftir fór Sovéther yfir landamæri norðurhluta Kóreu. Á ráðstefnu stórveldanna ákváðu Sovétríkin og Bandaríkin að skipta Kóreu á milli sín um 38. breiddarbaug. Japanir gáfust upp 2. september 1945 í kjölfar kjarnorkusprengjanna á Hírósíma og Nagasaki. Áður höfðu Japanir raunar tilkynnt uppgjöf sína með ákveðnum skilyrðum þó, nákvæmlega sömu skilyrðum og gengið var að 2. september (sbr. grein mína). Bandaríkjastjórn varpaði þessum sprengjum af aðeins einni ástæðu: Til þess að staðfesta yfirráð sín og ægivald í heimsstjórnmálunum eftir styrjöldina; og sanna að þau hefðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða og væru reiðubúin til þess að nota þau, eins og þau hótuðu raunar margsinnis síðar meir. Fjórum dögum eftir uppgjöf Japana kom andspyrnuhreyfingin á fót sjálfstæðri stjórn í Kóreu. Hreyfingin hafði þá þegar afvopnað Japansher í suðri, látið pólitíska fanga lausa og komið á stjórnkerfi um allt land og félagslegum umbótum. Bandaríkjaher kom til suðurhluta Kóreu 8. september, eða tveimur dögum síðar, og lýsti MacArthur yfirhershöfðingi þeirra því yfir að hann bæri ábyrgð á stjórn suðurhluta landsins og allir skyldu hlýða skipunum hans. Bandaríkjastjórn kom síðan á hernámsstjórn en í henni sátu þeir sem unnið höfðu hvað nánast með Japönum í styrjöldinni. Pólitískir fangar voru settir bak við lás og slá á nýjan leik en út úr fangelsum streymdu m.a. lögreglumenn og pyntingameistarar, fyrrum samstarfsmenn Japana leystir úr haldi, og héldu áfram hrottaverkum sínum og manndrápum. Þessi samvinna nýlenduveldanna og innlendra samstarfsmanna Japana í Asíu (stundum nefndir kvislingar) var regla þegar verið var að ýta alþýðu manna af vettvangi stjórnmála í kjölfar þess að hún hafði unnið sigur í styrjöldinni og hrakið hernámsliðið á brott, sbr. Víetnam. Nýr einræðisherra í suðurhluta Kóreu, Syngman Rhee var sóttur til Bandaríkjanna. Hann hafði nær einvörðungu verið í Kóreu 1910-1912 en tók til óspilltra málanna. Andstæðingum stjórnvalda var engin miskunn sýnd og þegar Kóreustríðið braust út 1950 lágu 100.000 íbúar suðurhluta landsins í valnum. Í ágúst 1948 var skipting Kóreu staðfest með valdaafsali Bandaríkjahers til Rhee í suðurhluta landsins. Sovétríkin drógu herstyrk sinn úr landinu síðar sama ár eftir árangurslausar tilraunir til að fá Bandaríkin til að gera slíkt hið sama. Skipting Kóreuskaga var því fyrst og síðast verk Bandaríkjastjórnar og subbulegra samninga þeirra og Sovétríkjanna (minnir um margt á Víetnam; sbr. https://www.visir.is/g/2018180208783/saga-thjodfrelsisbarattunnar-i-vietnam). Kóreubúar höfðu unnið sigur á nýlenduveldi Japana með gífurlegum fórnum. Hagsmunir þeirra voru að engu hafðir en hagsmunir hins rísandi heimsvaldaríkis réðu. Meðal fréttaskýrenda er söguskýringin sú að hagsmunir undirokaðra þjóða séu gjarnan háðir náð og miskun stórveldanna, sjálfar séu þær að mestu ósjálfbjarga. Kóreustríðið 1950-1953 kom fáum á óvart. Andstaða við stjórn Rhee fór vaxandi og grimmdarverkin einnig. Hann tók að hóta innrás í Norður-Kóreu og bandarískir ráðamenn hvöttu til þess. Herlið Rhee var með sífelldar ögranir við 38. breiddarbaug. Svo fór að hersveitir Norður-Kóreu réðust suður fyrir 38. breiddarbaug. Herlið Rhee hrundi sem spilaborg, uppreisnir urðu um gervallan suðurhluta landsins og eftir 3 daga féll höfuðborgin Seoul í hendur uppreisnarfólks. Bandaríkin og fylgiríki þeirra komu þá til skjalanna með her undir fána Sameinuðu þjóðanna og komust langleiðinni að landamærum Kína þar sem innrás var á dagskrá, skjalfest hjá MacArthur. Kínverskar hersveitir komu Kóreu til aðstoðar. Í apríl 1951 sendi Harry Truman þáverandi Bandaríkjaforseti níu kjarnorkusprengjur til Okinawa-eyjar í Japan. Ætlunin var að beita þeim gegn hersveitum Norður-Kóreu og Kína. Til þess kom ekki. Það stafaði ekki af ótta við að vera svarað í sömu mynt – hvorki Kína né Norður-Kórea höfðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða – heldur vóg þyngra hræðslan við djúpstæða andstöðu við notkun þessara vopna, meðal annars meðal bandarískra hermanna. Hér er vart tóm til að rekja sögu þessa stríðs. Bandaríkjaher beitti mikilli hörku; napalmi var varpað á íbúðabyggðir og sprengt allt sem hægt var að sprengja. Í landinu stóð ekki steinn yfir steini. Fangabúðir Bandaríkjahers og pyntingar voru með svipuðu sniði og í Abu Graib fangelsinu í Bagdad fyrr á þessari öld. Að lokum lágu um 4 milljónir Kóreubúa í valnum (þar af 2 milljónir almennra borgarar), hátt í milljón Kínverja, 54.000 Bandaríkjahermenn og 3 þúsund hermenn annarra þjóða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sýndi sig að vera verkfæri heimsvaldalandanna, enda er þeirra hlutverk og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna sterkustu heimsvaldaríkjanna. Í Kóreu galt Bandaríkjaher sitt fyrsta afhroð, fyrsta hernaðarósigurinn af mörgum. Vinnandi fólk í Kóreu og Kína hrakti hann tilbaka og sýndi að það hefur tilgang að berjast og það er hægt að sigrast á mesta herveldi heims. Enn er það krafa alls þorra íbúa Kóreuskagans að löndin verði sameinuð. Undir þá kröfu er tekið hér, sem og krafna um að viðskiptabanninu verði aflétt og kjarnorkuvopn á Kóreuskaga og við Kyrrahaf fjarlægð.Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málefni Kóreuskaga hafa verið ofarlega á baugi undanfarið og raunar oft frá lokum Kóreustríðsins 1950-1953. Það var fyrsti sögulegi hernaðarósigur Bandaríkjanna, en hersveitir þeirra voru reknar suður fyrir 38. breiddarbaug með aðstoð kínverskra hersveita. Íbúum Norður-Kóreu tókst ekki eingöngu að koma ráðastétt heimsins í pattstöðu heldur unnu þeir siðferðilegan sigur á stórveldinu og fylgiríkjum þeirra. Bandaríkin hafa allt til þessa neitað að skrifa undir friðarsamkomulag. Í fjölda ára hafa þau hins vegar, ásamt her Suður-Kóreu, æft innrás í landið, haldið úti miklum her vígvæddum kjarnorkuvopnum nærri landamærum Norður-Kóreu og viðhaldið viðskiptabanni á landið. Síðan 2016 hefur Öryggisráð Sameinðu Þjóðanna, að tilhlutan Bandaríkjanna, fimm sinnum samþykkt harkalegar refsiaðgerðir gegn landinu. Að sögn stjórnvalda í Norður-Kóreu hefur þessi 80 ára linnulausi fjandskapur Bandaríkjastjórnar leitt til þess að þau telja nauðsynlegt að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að verjast. Þetta kjarnorkuvopnabrölt og hótanir um að breyta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum í eldhaf hefur hins vegar leitt til þess að Bandaríkjastjórn hefur tekist að snúa hlutunum á haus – nú er Norður-Kórea ógnvaldurinn, ekki heimsvaldastefnan. Með því að granda öllum sínum kjarnorkuvopnum gætu stjórnvöld í Norður-Kóreu aflað stuðnings um allan heim og í leiðinni þrýst á Bandaríkjastjórn að láta af hótunum sínum og efnahagsstríði gagnvart íbúum landsins. Í því sambandi er gagnlegt að minnast Kúbudeilunnar, sem snerist um kjarnorkuvopn, en Fídel Castró ræddi málið árið 2005 og kvað Kúbu aldrei hafa íhugað framleiðslu eða notkun kjarnorkuvopna til þess að verja landið; heldur væri hvatt til eyðileggingar allra kjarnorkuvopna. Kjarnorkuvopnum var komið fyrir á Kúbu 1962 um tíma að beiðni Sovétríkjanna til að hamla gegn kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Sovétríkin sem þá voru umkringd kjarnorkuvopnum – síðar sagði Castró að stjórnvöld hefðu ekki heimilað þetta ef þau hefðu gert sér fulla grein fyrir eðli stjórnvalda í Sovétríkjunum. „Hvaða glóra er í að framleiða kjarnorkuvopn þegar óvinurinn ræður yfir þúsundum kjarnorkuvopna? Með því værum við orðin þátttakendur í leikritinu um kjarnorkuvopnakapphlaupið. Við ráðum yfir vopnum sem taka kjarnorkunni langt fram – umfang réttlætisins sem við berjumst fyrir“, sagði Castró. „Okkar kjarnorkuvopn er óhagganlegt siðferðisvopn.“Örlítið um sögu síðustu aldar Kóreuskaginn var nýlenda Japana frá 1910 til loka síðari heimsstyrjaldar og stjórnað af dæmafárri hörku. Við lok styrjaldarinnar höfðu rúmar tvær milljónir Kóreubúa, 10% þjóðarinnar, verið fluttir til Japans; 700.000 til námavinnu, 360.000 skipað í Japansher og 170.000 konur neyddar í vændi. Sovétríkin lýstu yfir stríði á hendur Japan 8. ágúst 1945 að áeggjan Bandaríkjanna. Daginn eftir fór Sovéther yfir landamæri norðurhluta Kóreu. Á ráðstefnu stórveldanna ákváðu Sovétríkin og Bandaríkin að skipta Kóreu á milli sín um 38. breiddarbaug. Japanir gáfust upp 2. september 1945 í kjölfar kjarnorkusprengjanna á Hírósíma og Nagasaki. Áður höfðu Japanir raunar tilkynnt uppgjöf sína með ákveðnum skilyrðum þó, nákvæmlega sömu skilyrðum og gengið var að 2. september (sbr. grein mína). Bandaríkjastjórn varpaði þessum sprengjum af aðeins einni ástæðu: Til þess að staðfesta yfirráð sín og ægivald í heimsstjórnmálunum eftir styrjöldina; og sanna að þau hefðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða og væru reiðubúin til þess að nota þau, eins og þau hótuðu raunar margsinnis síðar meir. Fjórum dögum eftir uppgjöf Japana kom andspyrnuhreyfingin á fót sjálfstæðri stjórn í Kóreu. Hreyfingin hafði þá þegar afvopnað Japansher í suðri, látið pólitíska fanga lausa og komið á stjórnkerfi um allt land og félagslegum umbótum. Bandaríkjaher kom til suðurhluta Kóreu 8. september, eða tveimur dögum síðar, og lýsti MacArthur yfirhershöfðingi þeirra því yfir að hann bæri ábyrgð á stjórn suðurhluta landsins og allir skyldu hlýða skipunum hans. Bandaríkjastjórn kom síðan á hernámsstjórn en í henni sátu þeir sem unnið höfðu hvað nánast með Japönum í styrjöldinni. Pólitískir fangar voru settir bak við lás og slá á nýjan leik en út úr fangelsum streymdu m.a. lögreglumenn og pyntingameistarar, fyrrum samstarfsmenn Japana leystir úr haldi, og héldu áfram hrottaverkum sínum og manndrápum. Þessi samvinna nýlenduveldanna og innlendra samstarfsmanna Japana í Asíu (stundum nefndir kvislingar) var regla þegar verið var að ýta alþýðu manna af vettvangi stjórnmála í kjölfar þess að hún hafði unnið sigur í styrjöldinni og hrakið hernámsliðið á brott, sbr. Víetnam. Nýr einræðisherra í suðurhluta Kóreu, Syngman Rhee var sóttur til Bandaríkjanna. Hann hafði nær einvörðungu verið í Kóreu 1910-1912 en tók til óspilltra málanna. Andstæðingum stjórnvalda var engin miskunn sýnd og þegar Kóreustríðið braust út 1950 lágu 100.000 íbúar suðurhluta landsins í valnum. Í ágúst 1948 var skipting Kóreu staðfest með valdaafsali Bandaríkjahers til Rhee í suðurhluta landsins. Sovétríkin drógu herstyrk sinn úr landinu síðar sama ár eftir árangurslausar tilraunir til að fá Bandaríkin til að gera slíkt hið sama. Skipting Kóreuskaga var því fyrst og síðast verk Bandaríkjastjórnar og subbulegra samninga þeirra og Sovétríkjanna (minnir um margt á Víetnam; sbr. https://www.visir.is/g/2018180208783/saga-thjodfrelsisbarattunnar-i-vietnam). Kóreubúar höfðu unnið sigur á nýlenduveldi Japana með gífurlegum fórnum. Hagsmunir þeirra voru að engu hafðir en hagsmunir hins rísandi heimsvaldaríkis réðu. Meðal fréttaskýrenda er söguskýringin sú að hagsmunir undirokaðra þjóða séu gjarnan háðir náð og miskun stórveldanna, sjálfar séu þær að mestu ósjálfbjarga. Kóreustríðið 1950-1953 kom fáum á óvart. Andstaða við stjórn Rhee fór vaxandi og grimmdarverkin einnig. Hann tók að hóta innrás í Norður-Kóreu og bandarískir ráðamenn hvöttu til þess. Herlið Rhee var með sífelldar ögranir við 38. breiddarbaug. Svo fór að hersveitir Norður-Kóreu réðust suður fyrir 38. breiddarbaug. Herlið Rhee hrundi sem spilaborg, uppreisnir urðu um gervallan suðurhluta landsins og eftir 3 daga féll höfuðborgin Seoul í hendur uppreisnarfólks. Bandaríkin og fylgiríki þeirra komu þá til skjalanna með her undir fána Sameinuðu þjóðanna og komust langleiðinni að landamærum Kína þar sem innrás var á dagskrá, skjalfest hjá MacArthur. Kínverskar hersveitir komu Kóreu til aðstoðar. Í apríl 1951 sendi Harry Truman þáverandi Bandaríkjaforseti níu kjarnorkusprengjur til Okinawa-eyjar í Japan. Ætlunin var að beita þeim gegn hersveitum Norður-Kóreu og Kína. Til þess kom ekki. Það stafaði ekki af ótta við að vera svarað í sömu mynt – hvorki Kína né Norður-Kórea höfðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða – heldur vóg þyngra hræðslan við djúpstæða andstöðu við notkun þessara vopna, meðal annars meðal bandarískra hermanna. Hér er vart tóm til að rekja sögu þessa stríðs. Bandaríkjaher beitti mikilli hörku; napalmi var varpað á íbúðabyggðir og sprengt allt sem hægt var að sprengja. Í landinu stóð ekki steinn yfir steini. Fangabúðir Bandaríkjahers og pyntingar voru með svipuðu sniði og í Abu Graib fangelsinu í Bagdad fyrr á þessari öld. Að lokum lágu um 4 milljónir Kóreubúa í valnum (þar af 2 milljónir almennra borgarar), hátt í milljón Kínverja, 54.000 Bandaríkjahermenn og 3 þúsund hermenn annarra þjóða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sýndi sig að vera verkfæri heimsvaldalandanna, enda er þeirra hlutverk og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna sterkustu heimsvaldaríkjanna. Í Kóreu galt Bandaríkjaher sitt fyrsta afhroð, fyrsta hernaðarósigurinn af mörgum. Vinnandi fólk í Kóreu og Kína hrakti hann tilbaka og sýndi að það hefur tilgang að berjast og það er hægt að sigrast á mesta herveldi heims. Enn er það krafa alls þorra íbúa Kóreuskagans að löndin verði sameinuð. Undir þá kröfu er tekið hér, sem og krafna um að viðskiptabanninu verði aflétt og kjarnorkuvopn á Kóreuskaga og við Kyrrahaf fjarlægð.Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun