21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 20:00 Frá og með deginum í dag hafa 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári Vísir/Egill Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39