Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 09:41 Löfven og Trump ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra í Hvíta húsinu. Þar var Trump enn við sama heygarðshornið. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti rifjaði upp ársgamlar rangfærslur sínar um ímyndaða árás í Svíþjóð á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær. Trump fullyrti að hann hefði „reynst hafa rétt fyrir sér“ um árásina. Töluverða athygli vakti þegar Trump vísaði til árásar í Svíþjóð þegar hann tengdi komu flóttamanna þangað við aukna hættu á hryðjuverkum á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída í febrúar í fyrra. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.“ Sænsk yfirvöld komu hins vegar af fjöllum og neituðu því að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað kvöldið sem Trump vísaði til.Segir Svía eiga í vandræðum með innflytjendurÍ fyrstu sagðist Trump ekki hafa verið að vísa til neinnar sérstakrar árásar með ummælum sínum heldur til vaxandi glæpatíðni í Svíþjóð sem sagt hafði verið frá á Fox-sjónvarpsstöðinni. Mánuði síðar hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross og fullyrti þá að um raunverulegt atvik hafi verið að ræða. Það atvik átti sér hins vegar stað tveimur dögum eftir að hann lét ummælin um Svíþjóð falla. Um var að ræða óeirðir í hverfi innflytjenda í Stokkhólmi. Trump sagði Time hins vegar að óeirðirnar hefðu átt sér stað daginn eftir ræðuna vafasömu. Nú rúmu ári síðar virðist Trump enn sannfærður um að hann hafi haft lög að mæla um meintu árásina í Svíþjóð. „Þið eigið sannarlega við vanda að stríða með innflytjendur. Það hefur valdið vandamálum í Svíþjóð. Ég var einn af þeim fyrstu til að segja það. Ég varð fyrir svolítilli gagnrýni en það var allt í lagi því ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði Trump þegar sænskur blaðamaður spurði hann út í álit hans á Svíþjóð og innflytjendamálum í landinu, að sögn Washington Post. Trump hefur sjálfur ítrekað útmálað innflytjendur almennt sem hættulega glæpamenn. Þannig kallaði hann Mexíkóa „nauðgara“ í kosningabaráttunni og krafðist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Í embætti hefur hann reynt að framfylgja þessum stefnumálum sínum með ferðabanni á múslimalönd, vegg á landamærunum að Mexíkó og tillögum um að stórfækka löglegum innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rifjaði upp ársgamlar rangfærslur sínar um ímyndaða árás í Svíþjóð á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær. Trump fullyrti að hann hefði „reynst hafa rétt fyrir sér“ um árásina. Töluverða athygli vakti þegar Trump vísaði til árásar í Svíþjóð þegar hann tengdi komu flóttamanna þangað við aukna hættu á hryðjuverkum á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída í febrúar í fyrra. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.“ Sænsk yfirvöld komu hins vegar af fjöllum og neituðu því að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað kvöldið sem Trump vísaði til.Segir Svía eiga í vandræðum með innflytjendurÍ fyrstu sagðist Trump ekki hafa verið að vísa til neinnar sérstakrar árásar með ummælum sínum heldur til vaxandi glæpatíðni í Svíþjóð sem sagt hafði verið frá á Fox-sjónvarpsstöðinni. Mánuði síðar hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross og fullyrti þá að um raunverulegt atvik hafi verið að ræða. Það atvik átti sér hins vegar stað tveimur dögum eftir að hann lét ummælin um Svíþjóð falla. Um var að ræða óeirðir í hverfi innflytjenda í Stokkhólmi. Trump sagði Time hins vegar að óeirðirnar hefðu átt sér stað daginn eftir ræðuna vafasömu. Nú rúmu ári síðar virðist Trump enn sannfærður um að hann hafi haft lög að mæla um meintu árásina í Svíþjóð. „Þið eigið sannarlega við vanda að stríða með innflytjendur. Það hefur valdið vandamálum í Svíþjóð. Ég var einn af þeim fyrstu til að segja það. Ég varð fyrir svolítilli gagnrýni en það var allt í lagi því ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði Trump þegar sænskur blaðamaður spurði hann út í álit hans á Svíþjóð og innflytjendamálum í landinu, að sögn Washington Post. Trump hefur sjálfur ítrekað útmálað innflytjendur almennt sem hættulega glæpamenn. Þannig kallaði hann Mexíkóa „nauðgara“ í kosningabaráttunni og krafðist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Í embætti hefur hann reynt að framfylgja þessum stefnumálum sínum með ferðabanni á múslimalönd, vegg á landamærunum að Mexíkó og tillögum um að stórfækka löglegum innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent