Sjúklingar flýja biðlista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. mars 2018 08:00 Sjúklingum sem flýja biðlista fer fjölgandi milli ára. NordicPhotos/GettyImages Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira