Hvatning til fólks um að virða söguna, landið og umhverfið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2018 06:00 Borghildur að ganga frá gólfverki í Listasafni Árnesinga sem sýnir Þjórsá frá upptökum til ósa. „Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira