Gefur út nýja plötu eftir 12 ára hlé Guðný Hrönn skrifar 8. mars 2018 06:00 Hildur Vala er að senda frá sér nýja plötu sem ber heitið Geimvísindi. Vísirr/vilhelm Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira