Af KSÍ og Íslandsmótinu Benedikt Bóas skrifar 8. mars 2018 07:00 Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun