Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 12:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Vísir/Hanna Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33