Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:07 Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira