Merkar konur sem aldrei var minnst fá nú minningargreinar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:46 Charlotte Brontë, Ida B. Wells og Sylvia Plath eru meðal þeirra sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra. Vísir/Getty The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku. Fjölmiðlar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira