Wenger líkir liðinu sínu við boxara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 10:30 Arsenal menn fagna, Arsene Wenger og Rocky. Vísir/Samsett/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira