Pálmasynir boða blandaða byggð í Brúneggjalandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2018 10:12 Sigurður Gísli Pálmason hefur hug á að byggja upp blandaða byggð í Teigslandi. Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan. Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan.
Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52
Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30
Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53