Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2018 23:30 Kim Jong-un og Donald Trump. Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa tekið vel í mögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu en þó sýnt varkárni. Ljóst þykir að um mikið áhættuspil er að ræða fyrir Trump og ansi margt gæti komið í veg fyrir fundinn eða að hann skili nokkrum árangri. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. Þar að auki yrði Trump fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim myndi ræða við. Embættismenn frá Suður-Kóreu segja Trump hafa samþykkt að funda með Kim nánast samstundis þegar beiðni einræðisherrans var lögð fyrir forsetann. Til stendur að halda fundinn fyrir maí en til þess þarf mikil undirbúningsvinna að eiga sér stað.Vilja viðurkenningu Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi með leiðtogum Bandaríkjanna, samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við, og hefur markmið þeirra verið að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sérfræðingar sem AP ræddi við voru sammála því og veltu upp þeirri spurningu hvort að Trump væri tilbúinn að standa við hlið Kim, sem hann hefur lýst sem grimmum einræðisherra sem ekki sé hægt að treysta og hvaða skilaboð það sendi til heimsins.Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim.Árangur ólíklegur „Kim er ekki að bjóða Trump til fundar svo hann geti látið af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Hann er að bjóða honum til fundar svo hann verði á sama palli og forseti Bandaríkjanna,“ sagði Vipin Narang frá MIT. Það að veita Norður-Kóreu ekki viðurkenningu er einmitt það sem hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi forsetar og aðrir háttsettir embættismenn hafi rætt við embættismenn Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að mögulega sé ekki erfitt að undirbúa fundinn sé erfitt að meta á svo stuttum tíma hvaða árangur fundurinn gæti borið. „Trump mun krefjast þess að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni þá og þegar og hleypi eftirlitsmönnum inn í landið. Þeir munu ekki gera það. Norður-Kórea mun krefjast þess að Bandaríkin láti alfarið af harðri stefnu sinni gegn ríkinu. Þeir munu ekki gera það. Þannig munu báðir aðilar ganga frá fundinum með ekki neitt í höndunum.“ Verði engin niðurstaða á fundinum og verði báðir aðilar ósáttir gæti það fækkað mögulegum lausnum á deilunni á Kóreuskaganum.Reynsluleysið mikilvægt Meðal þess sem sérfræðingar óttast einnig er að reynsluleysi í ríkisstjórn Trump gæti komið niður á viðræðunum og mögulega gæti Norður-Kórea nýtt sér það reynsluleysi. Trump hefur ekki enn skipað sendiherra í Suður-Kóreu og helsti samningamaður Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu og einn mesti sérfræðingur ríkisins um einræðisríkið hætti nýlega í starfi sínu. Ein afleiðing þessa reynsluleysis gæti verið að Norður-Kórea myndi setja ásættanlegan samning á borðið sem Trump og starfsfólk hans væru ekki tilbúin til að samþykkja. Það gæti gæti leitt til þess að nágrannaríki Norður-Kóreu kæmust að þeirri niðurstöðu að einræðisríkið væri ekki vandamálið. Heldur væru það Bandaríkin. Sérfræðingar segja mikilvægt að embættismenn Bandaríkjanna undirbúi sig vel fyrir fundinn.Ætla ekki að slaka á þrýstingi yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir í dag að þrýstingnum yrðu ekki létt á Norður-Kóreu í aðdraganda fundarins og hafa forsvarsmenn annarra ríkja sagt það sama. Mike Pence, varaforseti, sagði það að Norður-Kórea væri tilbúin til viðræðna og að hætta kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum, í bili, væri til marks um árangur stefnu ríkisstjórnar Trump í að einangra Norður-Kóreu og beita þá þrýstingi.Hann sagði að Norður-Kórea væri að setjast við borðið án þess að hafa fengið nokkurs konar tilslökun. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa tekið vel í mögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu en þó sýnt varkárni. Ljóst þykir að um mikið áhættuspil er að ræða fyrir Trump og ansi margt gæti komið í veg fyrir fundinn eða að hann skili nokkrum árangri. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. Þar að auki yrði Trump fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim myndi ræða við. Embættismenn frá Suður-Kóreu segja Trump hafa samþykkt að funda með Kim nánast samstundis þegar beiðni einræðisherrans var lögð fyrir forsetann. Til stendur að halda fundinn fyrir maí en til þess þarf mikil undirbúningsvinna að eiga sér stað.Vilja viðurkenningu Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi með leiðtogum Bandaríkjanna, samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við, og hefur markmið þeirra verið að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sérfræðingar sem AP ræddi við voru sammála því og veltu upp þeirri spurningu hvort að Trump væri tilbúinn að standa við hlið Kim, sem hann hefur lýst sem grimmum einræðisherra sem ekki sé hægt að treysta og hvaða skilaboð það sendi til heimsins.Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim.Árangur ólíklegur „Kim er ekki að bjóða Trump til fundar svo hann geti látið af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Hann er að bjóða honum til fundar svo hann verði á sama palli og forseti Bandaríkjanna,“ sagði Vipin Narang frá MIT. Það að veita Norður-Kóreu ekki viðurkenningu er einmitt það sem hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi forsetar og aðrir háttsettir embættismenn hafi rætt við embættismenn Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að mögulega sé ekki erfitt að undirbúa fundinn sé erfitt að meta á svo stuttum tíma hvaða árangur fundurinn gæti borið. „Trump mun krefjast þess að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni þá og þegar og hleypi eftirlitsmönnum inn í landið. Þeir munu ekki gera það. Norður-Kórea mun krefjast þess að Bandaríkin láti alfarið af harðri stefnu sinni gegn ríkinu. Þeir munu ekki gera það. Þannig munu báðir aðilar ganga frá fundinum með ekki neitt í höndunum.“ Verði engin niðurstaða á fundinum og verði báðir aðilar ósáttir gæti það fækkað mögulegum lausnum á deilunni á Kóreuskaganum.Reynsluleysið mikilvægt Meðal þess sem sérfræðingar óttast einnig er að reynsluleysi í ríkisstjórn Trump gæti komið niður á viðræðunum og mögulega gæti Norður-Kórea nýtt sér það reynsluleysi. Trump hefur ekki enn skipað sendiherra í Suður-Kóreu og helsti samningamaður Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu og einn mesti sérfræðingur ríkisins um einræðisríkið hætti nýlega í starfi sínu. Ein afleiðing þessa reynsluleysis gæti verið að Norður-Kórea myndi setja ásættanlegan samning á borðið sem Trump og starfsfólk hans væru ekki tilbúin til að samþykkja. Það gæti gæti leitt til þess að nágrannaríki Norður-Kóreu kæmust að þeirri niðurstöðu að einræðisríkið væri ekki vandamálið. Heldur væru það Bandaríkin. Sérfræðingar segja mikilvægt að embættismenn Bandaríkjanna undirbúi sig vel fyrir fundinn.Ætla ekki að slaka á þrýstingi yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir í dag að þrýstingnum yrðu ekki létt á Norður-Kóreu í aðdraganda fundarins og hafa forsvarsmenn annarra ríkja sagt það sama. Mike Pence, varaforseti, sagði það að Norður-Kórea væri tilbúin til viðræðna og að hætta kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum, í bili, væri til marks um árangur stefnu ríkisstjórnar Trump í að einangra Norður-Kóreu og beita þá þrýstingi.Hann sagði að Norður-Kórea væri að setjast við borðið án þess að hafa fengið nokkurs konar tilslökun.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46