Sex banaslys á Suðurlandi það sem af er ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2018 20:58 Sex banaslys hafa orðið í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er árinu, þrjú í umferðinni og þrjú af öðrum toga. Fólkið sem lést á Lyngdalsheiðinni í gær var ungt par frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995 sem óku bíl sínum, lítilli sendiferðabifreið, til vesturs, frá Laugarvatni. Virðist sem hann hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á vörubifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Meiðsli ökumannsins í vörubifreiðinni og farþega voru ekki alvarleg. Allar aðstæður á slysstað voru góðar. „Já, það var þurr og auður vegur, bjart og í rauninni ekkert sem blasir við á vettvangi sem skýrir orsök þess slyss“, segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn. Árið hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur ekki byrjað vel því þar hafa orðið nokkur sex banaslys, þrjú í umferðinni, auk þess sem maður króknaði úr kulda í Öræfunum, maður sem talin er hafa farið í Ölfusá hefur ekki fundist og þá dó maður nýlega í íshelli í Hofsjökli. „Í umferðinni erum við að sinna eftirliti eins og við mögulega getum. Þær hættur sem við erum með í náttúrunni eins og í þessum helli inn í Hofsjökli, þar höfum við varað við þeim hættum sem þar er að finna, það verður svolítið að treysta fólki að meta aðstæður inni á hálendinu því það er alveg ljóst að við náum aldrei að sinna þeim þrjátíu þúsund ferkílómetrum sem við höfum af landinu, þannig að við séum á öllum alls staðar, það er bara útilokað að það geti gerst. Betra eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir er það sem okkur dreymir um“, segir Oddur enn fremur. Tengdar fréttir Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Parið sem lést var frá Hollandi Parið sem lést í umferðarslysi á Lyngdalsheiðarvegi í gær var frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995. 9. mars 2018 10:25 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Sex banaslys hafa orðið í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er árinu, þrjú í umferðinni og þrjú af öðrum toga. Fólkið sem lést á Lyngdalsheiðinni í gær var ungt par frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995 sem óku bíl sínum, lítilli sendiferðabifreið, til vesturs, frá Laugarvatni. Virðist sem hann hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á vörubifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Meiðsli ökumannsins í vörubifreiðinni og farþega voru ekki alvarleg. Allar aðstæður á slysstað voru góðar. „Já, það var þurr og auður vegur, bjart og í rauninni ekkert sem blasir við á vettvangi sem skýrir orsök þess slyss“, segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn. Árið hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur ekki byrjað vel því þar hafa orðið nokkur sex banaslys, þrjú í umferðinni, auk þess sem maður króknaði úr kulda í Öræfunum, maður sem talin er hafa farið í Ölfusá hefur ekki fundist og þá dó maður nýlega í íshelli í Hofsjökli. „Í umferðinni erum við að sinna eftirliti eins og við mögulega getum. Þær hættur sem við erum með í náttúrunni eins og í þessum helli inn í Hofsjökli, þar höfum við varað við þeim hættum sem þar er að finna, það verður svolítið að treysta fólki að meta aðstæður inni á hálendinu því það er alveg ljóst að við náum aldrei að sinna þeim þrjátíu þúsund ferkílómetrum sem við höfum af landinu, þannig að við séum á öllum alls staðar, það er bara útilokað að það geti gerst. Betra eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir er það sem okkur dreymir um“, segir Oddur enn fremur.
Tengdar fréttir Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Parið sem lést var frá Hollandi Parið sem lést í umferðarslysi á Lyngdalsheiðarvegi í gær var frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995. 9. mars 2018 10:25 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05
Parið sem lést var frá Hollandi Parið sem lést í umferðarslysi á Lyngdalsheiðarvegi í gær var frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995. 9. mars 2018 10:25