Stormar í vatnsglösum Haukur Örn Birgisson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun