Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. Bergþór verður í teymi með sjálfri Hönnu Rún Bazev Óladóttur.
„Ég er yfirleitt aftastur í hópsenum í leikhúsinu, þannig að það er nokkuð ljóst að ég er hörmulegur dansari. Sjálfstraustið hefur því verið í frostmarki, svo að þetta tækifæri féll eins og flís við rass. Ef ég bæti mig, þó ekki sé nema eitt hænuskref, er ég búinn að sigra fyrir mig, enda er ég ekki í keppni við neinn nema sjálfan mig.“
Bergþór segist fyrst hafa fengið smá stresskast.
„En ég fékk stórkostlegan kennara, Hönnu Rún Óladóttur og hún fer mjög hægt og telur í mig kjarkinn. Ég held jafnvel að Hanna Rún eigi eftir að gera fáránlega hluti með mér.“
Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.