Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2018 06:00 Kristín Linda, forstjóri UST, hefur kallað eftir gögnum um málið. vísir/gva Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), gagnrýnir að stofnuninni hafi ekki borist erindi um tvö aðskilin óhöpp hjá Arnarlaxi sem áttu sér stað fyrir rúmri viku. Matvælastofnun (MAST), sem hefur eftirlitshlutverk með búnaði í fiskeldi hér á landi, barst hins vegar tilkynning frá fyrirtækinu þann 12. febrúar, um skemmd á sjókví í Tálknafirði og um að gat hefði komið á sjókví í Arnarfirði, en MAST hefur enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir líkt og blaðið greindi frá í gær. Upplýsingafulltrúi MAST tjáði Fréttablaðinu í gær að regluleg samskipti hafi verið milli stofnunarinnar og Arnarlax eftir að slysin voru tilkynnt. Fréttablaðið aflaði þeirra gagna sem fóru milli fyrirtækisins og MAST frá þeim degi til dagsins í gær. Einungis tveir tölvupóstar fundust frá Arnarlaxi um skýringar fyrirtækisins og tvö minnisblöð starfsmanns MAST um málið. Engin samskipti hafa farið fram frá 13. febrúar. Engar myndir hafa verið sendar MAST og því hefur stofnunin ekki getað glöggvað sig á aðstæðum eða hversu mikið umrædd kví sökk, eða seig eftir tilvikum, í Tálknafirði. Kristín Linda hefur komið því á framfæri að hún vilji að tilkynningar á borð við þær sem MAST fékk frá Arnarlaxi komi inn á hennar borð. „Það sé þá okkar að meta hvort mengunarhætta sé til staðar,“ útskýrir Kristín, en mengunarslys er skylt að tilkynna til UST. Hún gagnrýnir að stofnunin hafi ekki verið upplýst um stöðu mála fyrr en segist þegar hafa kallað eftir frekari upplýsingum.Sjá einnig: MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Upplýsingafulltrúi UST, Björn Þorláksson, spyr sig af hverju atvikið hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, í ljósi þess að það mátti finna göt á annarri kvínni. „Ef þetta atvik hefði komið upp í kví í Faxaflóa þá mætti spyrja sig hvort viðbrögð, aðhald og eftirfylgni yrði með markvissari hætti.“ Landssamband veiðifélaga óskaði eftir því við sjávarútvegsráðherra í gær að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir Fiskistofu aðeins koma að málinu þegar fiskur hefur sloppið úr eldisstöð og stjórni þá veiðum á honum. „Við höfum ekki grundvöll til annars en að tilkynning Arnarlax sé rétt nema ef eftirlit Matvælastofnunar leiðir annað í ljós, þá myndum við kalla eftir því að viðbragðsáætlun sé virkjuð. Aðkoma Fiskistofu er háð þeim upplýsingum sem við fáum frá rekstraraðilum, þar sem við höfum enga eftirlitsmenn sem sinna þessu eftirliti. Það er alfarið hjá Matvælastofnun.“ Ekki náðist í Víking Gunnarsson, framkvæmdastjóra Arnarlax, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annan daginn í röð. Fram kom í gær að fyrirtækið hefði kallað eftir úttekt óháðrar stofnunar á atviki þegar sjókví varð fyrir skemmdum fyrr í mánuðinum. Fyrirtækið segir engan lax hafa sloppið. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi. 20. febrúar 2018 12:50 MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), gagnrýnir að stofnuninni hafi ekki borist erindi um tvö aðskilin óhöpp hjá Arnarlaxi sem áttu sér stað fyrir rúmri viku. Matvælastofnun (MAST), sem hefur eftirlitshlutverk með búnaði í fiskeldi hér á landi, barst hins vegar tilkynning frá fyrirtækinu þann 12. febrúar, um skemmd á sjókví í Tálknafirði og um að gat hefði komið á sjókví í Arnarfirði, en MAST hefur enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir líkt og blaðið greindi frá í gær. Upplýsingafulltrúi MAST tjáði Fréttablaðinu í gær að regluleg samskipti hafi verið milli stofnunarinnar og Arnarlax eftir að slysin voru tilkynnt. Fréttablaðið aflaði þeirra gagna sem fóru milli fyrirtækisins og MAST frá þeim degi til dagsins í gær. Einungis tveir tölvupóstar fundust frá Arnarlaxi um skýringar fyrirtækisins og tvö minnisblöð starfsmanns MAST um málið. Engin samskipti hafa farið fram frá 13. febrúar. Engar myndir hafa verið sendar MAST og því hefur stofnunin ekki getað glöggvað sig á aðstæðum eða hversu mikið umrædd kví sökk, eða seig eftir tilvikum, í Tálknafirði. Kristín Linda hefur komið því á framfæri að hún vilji að tilkynningar á borð við þær sem MAST fékk frá Arnarlaxi komi inn á hennar borð. „Það sé þá okkar að meta hvort mengunarhætta sé til staðar,“ útskýrir Kristín, en mengunarslys er skylt að tilkynna til UST. Hún gagnrýnir að stofnunin hafi ekki verið upplýst um stöðu mála fyrr en segist þegar hafa kallað eftir frekari upplýsingum.Sjá einnig: MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Upplýsingafulltrúi UST, Björn Þorláksson, spyr sig af hverju atvikið hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, í ljósi þess að það mátti finna göt á annarri kvínni. „Ef þetta atvik hefði komið upp í kví í Faxaflóa þá mætti spyrja sig hvort viðbrögð, aðhald og eftirfylgni yrði með markvissari hætti.“ Landssamband veiðifélaga óskaði eftir því við sjávarútvegsráðherra í gær að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir Fiskistofu aðeins koma að málinu þegar fiskur hefur sloppið úr eldisstöð og stjórni þá veiðum á honum. „Við höfum ekki grundvöll til annars en að tilkynning Arnarlax sé rétt nema ef eftirlit Matvælastofnunar leiðir annað í ljós, þá myndum við kalla eftir því að viðbragðsáætlun sé virkjuð. Aðkoma Fiskistofu er háð þeim upplýsingum sem við fáum frá rekstraraðilum, þar sem við höfum enga eftirlitsmenn sem sinna þessu eftirliti. Það er alfarið hjá Matvælastofnun.“ Ekki náðist í Víking Gunnarsson, framkvæmdastjóra Arnarlax, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annan daginn í röð. Fram kom í gær að fyrirtækið hefði kallað eftir úttekt óháðrar stofnunar á atviki þegar sjókví varð fyrir skemmdum fyrr í mánuðinum. Fyrirtækið segir engan lax hafa sloppið.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi. 20. febrúar 2018 12:50 MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00
Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi. 20. febrúar 2018 12:50
MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“. 20. febrúar 2018 08:00