Vigdísarstofnun fær eitt stærsta orðabókasafn í heimi til varðveislu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:00 Þessi mynd barst frá Gerðubergi í tilefni tungumálavikunnar. Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín. Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín.
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira