Tugir verkefna vegna vatnstjóns Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 10:56 Mikil úrkoma fylgdi lægðinni. Vísir/Hanna Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04
Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00
Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24