Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10