Brynjar um keppnina í Dominos-deildinni: „Erum mest að keppa við okkur sjálfa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn