Stormzy stjarna Brit-verðlaunanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:50 Stormzy var eðlilega skælbrosandi með verðlaunin sín í kvöld. vísir/getty Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp