Trudeau lofar að styðja ekki síkaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Trudeau-fjölskyldan heimsótti hið gullna musteri síka í gær. Vísir/AFP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma. Þótt slíkar hreyfingar hafi verið áhrifamestar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa yfirvöld í ríkinu enn nokkrar áhyggjur af starfsemi aðskilnaðarsinna. Sjálfstætt ríki síka var síðast til á átjándu og nítjándu öld. Var höfuðborg ríkisins, Khalistan, í Lahore sem nú tilheyrir Pakistan. Stærstur hluti veldisins er raunar nú hluti Pakistans þótt það hafi teygt sig langt inn í Punjab og önnur ríki Indlands. „Ég var mjög hrifinn af því sem forsætisráðherrann sagði á fundinum. Ég vakti máls á Khalistan, af því að það er málið sem er í hvað mestum forgangi hjá okkur. Orð hans eru okkur Indverjum mikill léttir og við hlökkum til að sjá hvernig hann ætlar að styðja okkur í baráttunni gegn jaðarhreyfingum aðskilnaðarsinna,“ sagði Amarinder Singh, forsætisráðherra Punjab, í gær. Nokkur fjöldi síka er í Kanada. Sá áhrifamesti er án nokkurs vafa Harjit Singh Sajjan, þingmaður og varnarmálaráðherra. Indverskir miðlar hafa undanfarið sagt að Trudeau hafi fengið dræmar móttökur í heimsókn sinni til Indlands vegna áhyggja af því að hann myndi ekki taka harða afstöðu gegn „öfgahreyfingum síka“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma. Þótt slíkar hreyfingar hafi verið áhrifamestar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa yfirvöld í ríkinu enn nokkrar áhyggjur af starfsemi aðskilnaðarsinna. Sjálfstætt ríki síka var síðast til á átjándu og nítjándu öld. Var höfuðborg ríkisins, Khalistan, í Lahore sem nú tilheyrir Pakistan. Stærstur hluti veldisins er raunar nú hluti Pakistans þótt það hafi teygt sig langt inn í Punjab og önnur ríki Indlands. „Ég var mjög hrifinn af því sem forsætisráðherrann sagði á fundinum. Ég vakti máls á Khalistan, af því að það er málið sem er í hvað mestum forgangi hjá okkur. Orð hans eru okkur Indverjum mikill léttir og við hlökkum til að sjá hvernig hann ætlar að styðja okkur í baráttunni gegn jaðarhreyfingum aðskilnaðarsinna,“ sagði Amarinder Singh, forsætisráðherra Punjab, í gær. Nokkur fjöldi síka er í Kanada. Sá áhrifamesti er án nokkurs vafa Harjit Singh Sajjan, þingmaður og varnarmálaráðherra. Indverskir miðlar hafa undanfarið sagt að Trudeau hafi fengið dræmar móttökur í heimsókn sinni til Indlands vegna áhyggja af því að hann myndi ekki taka harða afstöðu gegn „öfgahreyfingum síka“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“