Af hverju ertu Pírati? Valgerður Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2018 16:24 Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun