Valsstúlkur eru Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta eftir 3-1 sigur á grönnum sínum í KR, en leikið var í Egilshöllinni í kvöld.
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir kom Valsstúlkum yfir sem eru með nýjan þjálfara í brúnni, Pétur Pétursson.
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir jafnaði hins vegar metin skömmu fyrir hlé. Það var svo Hallgerður Kristjánsdóttir sem kom Val yfir á 70. mínútu eftir undirbúning Hallberu.
Síðasta smiðshöggið rak svo varamaðurinn, fædd árið 2002, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, sem skoraði þriðja og síðasta mark Vals. Lokatölur 3-1.
Úrslit og markaskorar eru fengin frá fotbolti.net.
