Stuðningsmenn Íslands farnir að fá miðana sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Það var gaman hjá Íslendingum á pöllunum á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti