Tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 "Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur,“ segir Hlíf sem hér er með öðrum fiðluleikara í Spiccato, Martin Frewer. Fréttablaðið/Stefán Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira