Tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 "Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur,“ segir Hlíf sem hér er með öðrum fiðluleikara í Spiccato, Martin Frewer. Fréttablaðið/Stefán Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira