Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08