Woods með besta hring endurkomunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 09:18 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira