Woods með besta hring endurkomunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 09:18 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira